Hvar er Landámssetrið?
Hvar er Landnámssetrið?
Landámssetrið er í elsta hluta Borgarness niður við Brákarsundið í húsunum sem marka upphaf verslunarsögu bæjarins í lok 19. aldar.
Leiðin
Þú ekur sem leið liggur í Borgarnes. Ef þú kemur að sunnan þá beygir þú til vinstri við aðalgatnamót bæjarins. Ef þú kemur að norðan heldur þú sem leið liggur inn í bæinn. Ekið er áfram eftir aðalgötunni í átt að sjónum. Þú finnur okkur á vinstri hönd rétt áður en farið er yfir brúna út í Brákarey.
Heimilisfang: Brákarbraut 13-15
Sími: +354 437 1600
Tölvupóstur: landnam@landnam.is
Hafa Samband
Landnáms-og Egilssýningar eru opnar alla daga frá kl. 10:00-17:00. Hægt er koma með hópa utan þessa tíma ef bókað er fyrirfram.
Veitingahúsið er opið alla daga frá kl.11:30-15:00. Fyrir bókanir utan almenns opnunartíma hringið í 695-2330
Veitingahúsið er opið alla daga frá kl.11:30-15:00. Fyrir bókanir utan almenns opnunartíma hringið í 695-2330
Smelltu hér til að hafa samband utan opnunartíma.
Ókeypis leiðsögn í snjallsíma
Eftir að hafa skoðað sýningar Landámsseturs bjóðum við ykkur að hlaða frítt niður í snjallsíma leiðsögn um sögustaði Egilssögu í nágrenni Borgarness.
Starfsfólk okkar aðstoðar með ánægju.
Leiðsögn frá Keflavík
Þessi leiðsögn hefst við Leifstöð. Hún er á ensku og á leiðinni til Reykjavíkur er sagt frá því merkasta sem fyrir augu ber og ýmsum fróðleik um land og þjóð. Þegar komið er að gatnamótum Kringlumýrarbrautar er gefinn kostur á að beygt sé til vinsti inn í bæinn og hættir þá leiðsögnin.
Til Borgarness
Ef síðan er ekið yfir gatnamótin leið út úr bænum hefst leiðsögnin á ný og rekur sig að Landnámssetrinu í Borgarnesi. Leiðsögnin er í gildi í allt að vikutíma eftir það dettur hún út.
Svona nálgast þú leiðsögnina
Þú ferð á ferð á App Store eða Play Store og hleður forritinu niður. Þá leitaru eftir Íslandskortinu og þrengir inn á Keflavíkurflugvöll. Veldu leiðsögnina. Tilvalið að vekja athygli erlendra vina á þessari leiðsögn. Þeir geta hlaðið henni niður áður en þeir koma til Íslands og hlustað heima en þá þarf að velja manual en ekki GPS viðmót.