Mars, 2017
14mar20:0022:00Selló og Harpa á Söguloftinu kl. 20
Nánari upplýsingar
Þriðjudagskvöldið 14.mars kl.20 munu Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari halda tónleika á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þau munu leika léttklassíska tónlist í mikilli nánd við áheyrandur í
Nánari upplýsingar
Þriðjudagskvöldið 14.mars kl.20 munu Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari halda tónleika á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þau munu leika léttklassíska tónlist í mikilli nánd við áheyrandur í þessu listarými. Farið verður um víðan völl í efnisskránni allt frá ítölsku barrokki til íslensks sönglags, spænskum dansi að syndandi svani, tunglsljósi til tarantúlu.
Dökkur, syngjandi sellótónninn og bjartir hörpuhljómar mynda einstaklega fallega heild í þessum perlum sem Gunnar og Elísabet munu flytja. Þau hafa starfað saman um langa hríð og leikið víða um land; í Borgarnesi og Kópavogi, Seyðisfirði og Garði, Hveragerði og á Þingeyrum svo eitthvað sé nefnt. Þau gáfu út geisladisk fyrir nokkrum árum og hafa nýlega lokið við annan.
Klukkan
(Þriðjudagur) 20:00 - 22:00