Sögu sýningar
Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameinginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.
Gerum söguarfinn aðgengilegan
Markmiðið er að gera menningararfinn aðgengilegan fólki á öllum aldri, jafnt leikum sem lærðum. Hér er ekki um að ræða safn í venjulegum skilningi heldur eru þetta innsetningar því allt er sérútbúið fyrir sýningarnar.
Hljóðleiðsögn á 15 tungumálum
Gengið er í gegnum sýningarnar með hljóðleiðsögn sem er á íslensku, ensku, þýsku, norsku, dönsku, sænsku, finnsku, frönsku, ítölsku, spænsku, hollensku, japönsku, rússnesku, pólsku og kínversku auk sérstakrar barnleiðsagnar á íslensku.
Fólkið á bak við sýningarnar
Grunnhugmynd að sýningunum á Kjartan Ragnarsson en yfirhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson. Axel hannaði einnig Fuglasýninguna við Mývatn og verðlaunasýninguna í Eldheimum í Vestmannaeyjum.
Landnámssýningin
Í þessari skemmtilegu sýningu segjum við frá hvernig norrænir menn fóru að því að rata yfir opið haf, af hverju þeir yfirgáfu heimkynni sín og hvað beið fyrstu landnámsmannanna. Við segjum frá þeim sem fyrstir stigu á land samkvæmt Íslendingabók og Landnámu og hvernig Ísland var numið, fram til stofnunar Alþingis á Þingvöllum árið 930.
Einstök heimild um uppruna þjóðar
Íslendingabók og Landnáma eru meðal mikilvægustu menningarverðmæta íslensku þjóðarinnar. Þær hafa að geyma nákvæmar lýsingar á upphafi byggðar á Íslandi og hverjir námu land og hvar. Bækurnar voru skrifaðar á 13. öld sennilega báðar af Ara fróða. Það eru ekki margar þjóðir sem eiga svo nákvæmar skrifaðar heimildir um uppruna sinn aðeins um 300 árum eftir að atburðirnir áttu sér stað.
Efni sýningarinnar byggir á þessum heimildum en engin ábyrgð er tekin á sannleiksgildi þeirra.
Aðferð sýningarinnar
Með lýsingu og lifandi myndum er leitast við að skapa spennandi andrúsloft, auk þess sem þar er að finna fágætt líkan af Íslandsfari eftir Gunnar Marel Eggertsson. Í skipinu sjáum við líka agnarsmáar manneskjur eftir Brian Pilkington, mótaðar í leir. Fólk sem er að leggja út í óvissuna, út á opið haf með litla sem enga hugmynd um hvað bíður þess handan sjóndeildarhringsins.
Gesturinn fær leiðsögn í heyrnartólum og er þannig með leiðsögumanni leiddur inn í hljóð- og myndheim sögunnar. Að ganga í gegnum sýninguna tekur um 30 mín. Hljóðleiðsögnin er fáanleg á 14 erlendum tungumálum, auk íslensku og barnarásar sem hentar börnum allt niður í 4-5 ára aldur.
Egils sýningin
Egils sýningin segir frá einum litríkasta persónuleika landnámsaldar, Agli Skalla-Grímssyni en faðir Egils, Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson, var einn af fyrstu landnámsmönnunum sem kom til Íslands, 10 árum á eftir Ingólfi Arnarsyni.
Atriði úr Egils sögu eru myndgerð í tré og hefur fjöldi listamanna komið að því verki. Þeirra á meðal er Aðalheiður Eysteinsdóttir, sem fyrir löngu er orðin landsþekkt fyrir myndverk sem hún vinnur úr alskyns afgangstimbri og drasli, Helgi Björnsson sem endurskapaði í tré mörg eftirminnileg atvik Egilssögu, Óskar Jónasson sem setur saman áhrifríkar myndir úr hversdagslegum hlutum, Brian Pilkington sem býr til skemmtilegar ævintýrmyndir af sjóorustum Egils, Jón Adolf sem gerði guðamyndirnar og Fenrisúlf, Kaj Rune og kona hand Mona sem eiga heiðurinn af fallegu handverki lágmyndanna á sýningunni og síðast en ekki síst Sviðsmyndir sem gerðu níðstöngina, Gunnhildi kóngamóður í líki kráku og fleiri myndir undir stjórn Axels Hallkels Jóhannessonar yfirhönnuðar sýninganna sem einnig á myndir á sýningunni. Leitast er við að laða fram töfra og hið dulúðga andrúmsloft Egils sögu.
Atriði úr Egils sögu eru myndgerð í tré og hefur fjöldi listamanna komið að því verki. Þeirra á meðal er Aðalheiður Eysteinsdóttir, sem fyrir löngu er orðin landsþekkt fyrir myndverk sem hún vinnur úr alskyns afgangstimbri og drasli, Helgi Björnsson sem endurskapaði í tré mörg eftirminnileg atvik Egilssögu, Óskar Jónasson sem setur saman áhrifríkar myndir úr hversdagslegum hlutum, Brian Pilkington sem býr til skemmtilegar ævintýrmyndir af sjóorustum Egils, Jón Adolf sem gerði guðamyndirnar og Fenrisúlf, Kaj Rune og kona hand Mona sem eiga heiðurinn af fallegu handverki lágmyndanna á sýningunni og síðast en ekki síst Sviðsmyndir sem gerðu níðstöngina, Gunnhildi kóngamóður í líki kráku og fleiri myndir undir stjórn Axels Hallkels Jóhannessonar yfirhönnuðar sýninganna sem einnig á myndir á sýningunni. Leitast er við að laða fram töfra og hið dulúðga andrúmsloft Egils sögu.
Heimur Egils Skallagrímssonar vakinn til lífs
Í Egils sögu er því best og nákvæmast lýst hvernig ein ætt sest að á Íslandi. Egill var mikið skáld en líka víkingur og ribbaldi í útlöndum. Inn í söguna tvinnast bardagar og ástir, galdur og forneskja. Sýningunni er komið fyrir gömlum niðurgröfnum steinkjallara Pakkhússins. Gesturinn fær leiðsögn í heyrnartólum; er leiddur í gegnum nokkurs konar völundarhús inn í ævintýraheim sögunnar. Ferðin tekur um 30 mín. Andrúmsloftið er lævi blandið, sýningarrýmið myrkt, dulúðug og draugalegt sem sennilega er ein af ástæðunum fyrir hversu krakkar hafa gaman af þessum sýningum – eða eins og einn 5 ára gestur sagði “ég var hræddur en mig langar aftur.
Hljóðleiðsagnir
Hljóðleiðsögn leiðir gesti um sýningarnar. Hún er fáanleg á íslensku og 14 erlendum tungumálum (ensku, norsku, sænsku, finnsku, dönsku, þýsku, frönsku, ítölsku, spænsku, rússnesku, pólsku, hollensku, kínversku og japönsku). Til viðbótar er sérstök barnaleiðsögn á íslensku sem hentar börnum allt niður í fjögurra til fimm ára aldur.