Mars, 2023
24mar20:0022:00Svavar Knútur á Söguloftinu - Kvöldvaka með lögum, sögum og ljóðum
Nánari upplýsingar
Svavar Knútur söngvaskáld býður til kvöldvöku föstudagskvöldið 24. mars næstkomandi kl. 20 á sögulofti Landnámssetursins. Ekki er laust við að gæti nokkurrar tilhlökkunar hjá Svavari að rifja upp kynnin við Borgnesinga
Nánari upplýsingar
Svavar Knútur söngvaskáld býður til kvöldvöku föstudagskvöldið 24. mars næstkomandi kl. 20 á sögulofti Landnámssetursins.
Ekki er laust við að gæti nokkurrar tilhlökkunar hjá Svavari að rifja upp kynnin við Borgnesinga og nærsveitunga og hin frábæru salarkynni Landnámseturs, sem eru kjörin fyrir sögustundir og alþýðusöngva hvers konar.
Á boðstólum verður blönduð dagskrá af frumsaminni tónlist, sígildum íslenskum sönglögum, sögum og dassi af vangaveltum eins og Svavari Knúti er tamt. Hvers vegna tala íslendingar eins og þeir tala? Hvað er Onómónópía? Geta melódíur breytt upplifun af orðum? Hvað er að vera laglaus? Kannski mun ekki öllum spurningum svarað, en þær verða allavega ræddar.
Eins og áður segir hefjast tónleikarnir kl. 20. Miðaverð er kr. 3.900.
Miðasala á tix.is
Allir eru velkomnir og börn fá frítt í fylgd með foreldrum.
Klukkan
(Föstudagur) 20:00 - 22:00