Desember, 2016
12des18:0019:00Ævar Vísindamaður með Bókakynningu
Nánari upplýsingar
Borgfirðingurinn, leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson mætir á Söguloft Landnámssetursins mánudaginn 12. desember klukkan 18:00 og les eins og honum einum er lagið úr nýjustu bók sinni, Þinni eigin
Nánari upplýsingar
Borgfirðingurinn, leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson mætir á Söguloft Landnámssetursins mánudaginn 12. desember klukkan 18:00 og les eins og honum einum er lagið úr nýjustu bók sinni, Þinni eigin hrollvekju. Bókin er sú þriðja í ,,Þín eigin“-bókaröðinni, sem hefur unnið bæði Bóksalaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna. Bókin er að sjálfsögðu hryllilega fyndin og ógeðslega spennandi. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Lesturinn tekur um 30 mínútur. Frítt inn.
Þín eigin hrollvekja er öðruvísi en aðrar bækur því hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er dimmt og drungalegt kvöld, stútfullt af skrímslum og óvættum. Þú getur rekist á vampírur og varúlfa, uppvakninga og illa anda, brjálaðar brúður og tryllta trúða – allt eftir því hvað þú velur. Yfir fjörutíu mismunandi endar.
Allar frekari upplýsingar um bókina má finna á www.aevarthor.com
Klukkan
(Mánudagur) 18:00 - 19:00
Staðsetning
Landnámssetur Íslands
Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes