Október, 2021
Nánari upplýsingar
Búkalú – glæsisýning Margrétar Maack snýr aftur eftir barnsburð, heimsfaraldur og gott hlé. 2019 kom Búkalú síðast
Nánari upplýsingar

Með í för eru bestu, skemmtilegustu, fegurstu og fyndnustu kabarettlistamenn landsins ásamt erlendum gestum. Sýningin blandar saman burleski, kabarett, dragi og sirkus svo úr verður einstakur fullorðinskokkteill. Fram koma: Kabafrettan Bibi Bioux, húllabomban Bobby Michelle, sirkusfolinn Daniel Pilkington, skoska boylesque-undrið Tom Harlow, burlesqueskvettan Kitty Curv og Margrét Erla sjálf.
Sýningin er bönnuð innan 20 ára og hentar ekki þeim sem hræðast undur mannslíkamans. Hún hentar einstaklega vel fólki sem tekur lífinu létt, en fíflagangi grafalvarlega.
Miðaverð er 3900 krónur og miðasalan er á tix.is
Klukkan
(Föstudagur) 21:00 - 00:00