Febrúar, 2025

16feb16:0018:00Laxdæla – Vilborg DavíðsdóttirKl. 16:00

Nánari upplýsingar

Ástir og afbrýði, hetjur og harmar, blóðhefndir og vígaferli, álög og seiður. Allt þetta og meira til er að finna í Laxdælu sem hefur um aldir verið ein

ástsælasta Íslendingasagan. Sterkar konur og skrautbúnir menn stíga þar fram í röðum en það er hin örlynda Guðrún Ósvífursdóttir sem bindur söguna saman, konan sem þótti bestur kvenkostur á öllu Íslandi um sína daga, vænst bæði að ásjónu og vitsmunum, allra kvenna kænst og best orði farin.

,,Þeim var ég verst er ég unni mest,“ sagði hún undir lok sinnar harmrænu og átakamiklu ævi – en hvort átti hún við Kjartan eða Bolla?

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur rekur söguna af þessum fræga ástarþríhyrningi á sinn einstaka hátt en hún hefur áður endursagt eigin þríleik um Auði djúpúðgu á Söguloftinu við miklar vinsældir.

 

Miðasala hér

Klukkan

(Sunnudagur) 16:00 - 18:00



X