September, 2023

28sept16:0018:00NJÁLSBRENNUSAGA & FLUGUMÝRARTVIST Einar KárasonKl. 16:00

Nánari upplýsingar

Í forgrunni eru hjónin á Bergþórshvoli, Njáll og Bergþóra ásamt sonum sínum, ekki síst hinum litríka og orðheppna Skarphéðni. Í byrjun er einnig á sviðinu vinur Njáls, Gunnar ásamt stórlyndri eiginkonu sinni Hallgerði. Þegar á líður hverfur Gunnar af sjónarsviðinu en Hallgerður er enn sviðinu, nú tengdamóðir helsta óvinar Njálssona. Njáll er friðsemdarmaður en synir hans láta blekkjast af lygum og rógi og fremja glæp sem kallar árás yfir heimilið á Bergþórshvoli. Húsin brenna og aðalpersónur farast, en einn sleppur, tengdasonur Njáls og í lokin fylgjumst við með hefndarleiðangri hans.
Borðapantanir á veitingarstað Landnámssetursins eru á landnam@landnam.is eða í síma 437-1600
Miðasala er á Tix.is

Klukkan

(Fimmtudagur) 16:00 - 18:00



X