Júlí, 2023
05júl21:0022:00Reynir del Norte Tríó
Nánari upplýsingar
Reynir del Norte Tríó efnir í tónleika í Landnámssetrinu. Tróið munu spila ýmis þekkt íslensk lög í sínum einstaka búningi ásamt eigin tónsmíðar Reynis. Þjóðlög, Flamenco, Jazz og grúv. Hljómsveitina
Nánari upplýsingar
Reynir del Norte Tríó efnir í tónleika í Landnámssetrinu. Tróið munu spila ýmis þekkt íslensk lög í sínum einstaka búningi ásamt eigin tónsmíðar Reynis. Þjóðlög, Flamenco, Jazz og grúv.
Hljómsveitina skipa Reynir del Norte á gítar, Einar Scheving á slagverki og Birgir Steinn á kontrabassa.
Um hljómsveitina:
Reynir del Norte er einn atkvæðamesti fulltrúi spænska gítarleiksins á Íslandi og hefur haldið ótal tónleika og námskeið hér á landi og um Evrópu. Reynir kemur fram sem einleikari, meðleikari eða sem sólisti í sínum fjölmörgu tónlistarverkefnum. Reynir hefur búið um árabil á Spáni til að leggja stund á Flamenco tónlistarflutning en einnig verið iðinn við tónleikahald á Íslandi. Reynir fékk viðurkenningu úr Miningarsjóði Kristjáns Eldjárns árið 2022 fyrir sitt framlag til gítarleiks á Íslandi.
Birgir Steinn Theodórsson kontrabassaleikari hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðustu ár. Hann kláraði Fíh vorið 2015 og fór beint út til Berlínar í framhaldinu. Hann útskrifaðist frá UDK/Hans Eisler/Jazz institut Berlin í maí 2021.
Einar Scheving er einn eftirsóttasti trommu- og slagverksleikari landsins, enda hefur hann starfað með flestum fremstu tónlistarmönnum landsins og það þvert á tónlistarstíla, þ.m.t. jazz, pop, Latin og samtímatónlist. Einar er einnig margverðlaunaður tónhöfundur og hefur hann gefið út fjórar plötur í eigin nafni. Hann hefur margoft verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna og hreppt þau fjórum sinnum, ýmist fyrir plöturnar eða sem tónhöfundur. Einar starfar sem kennari við Menntaskóla í tónlist og við Tónlistarskóla FÍH.
Miðasala á tix.is
Borðpantanir fyrir tónleika á landnam@landnam.is eða í símat 437-1600
Klukkan
(Miðvikudagur) 21:00 - 22:00