Október, 2021
10okt16:0018:00Stormfuglar - Einar KárasonÁhrifamil og grípandi saga

Nánari upplýsingar
Enn á ný kemur Einar Kárason rithöfundur til okkar á Söguloftið í Landnámssetrinu með hina mögnuðu sögu Stormfugla. Frásögnin er byggð á samnefndri bók Einars sem kom út árið 2018
Nánari upplýsingar
Enn á ný kemur Einar Kárason rithöfundur til okkar á Söguloftið í Landnámssetrinu með hina mögnuðu sögu Stormfugla. Frásögnin er byggð á samnefndri bók Einars sem kom út árið 2018 og fékk frábærar viðtökur. Þar segir hann magnaða sögu um afdrif íslenskra sjómanna sem lenda í aftakaveðri úti fyrir Nýfundnalandi og byggir á sönnum atburðum.
Einar Kárason er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur slegið í gegn sem sagnamaður með sýningum sínum á hér Söguloftinu í Landnámssetrinu og víðar.
Stormfuglar er áhrifamikil saga um örvæntingarfulla baráttu íslenskra sjómanna við miskunnarlaus náttúruöfl, á síðutogara sem lendir í aftakaveðri vestur undir Nýfundnalandi. Togarinn hleður á sig ísingu í nístandi frosti og ofsaroki, og klakabrynjan er við það að sliga drekkhlaðið skipið. Frá miðunum í kring berast neyðarköll annarra skipa sem eins er ástatt um. Baráttan er upp á líf og dauða.
Áhorfendur mega eiga von á óvenjulegri og áhrifamikilli stund, þar sem sagnaþulurinn Einar flytur þessa áhrifamiklu sögu í návígi við áhorfendur.
Miðaverð kr. 3500 Miðasala á tix.is
Tilboð í tveggja rétta kvöldverð fyrir sýningu:
- Portvínslöguð villisveppasúpa og grillsteikt lambafille kr. 4900
- Portvínslöguð villisveppasúpa og ofnbakaður þorskhnakki. kr. 3900
Borðapantanir á landnam@landnam.is eða í síma 437 1600
Klukkan
(Sunnudagur) 16:00 - 18:00