Júní, 2021
25jún20:3022:30Tónleikar hljómsveitarinnar BREKá Söguloftinu kl. 20:30

Nánari upplýsingar
Hljómsveitina Brek skipa þau Harpa Þorvaldsdóttir- söngur og píanó, Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi, Guðmundur Atli Pétursson – mandolin og Jóhann Ingi Benediktsson – gítar og söngur. Lög
Nánari upplýsingar
Hljómsveitina Brek skipa þau Harpa Þorvaldsdóttir- söngur og píanó, Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi, Guðmundur Atli Pétursson – mandolin og Jóhann Ingi Benediktsson – gítar og söngur. Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða. Lög hljómsveitarinnar sækja innblástur sinn meðal annars í íslenska náttúru og veðrabrigði. Áhrif tónlistarinnar koma úr ýmsum áttum en Brek vill leitast við að tvinna þeim saman í sinn hljóðheim og leitast þannig við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar tegundir þjóðlagatónlistar. Íslenska texta og raddir í bland við samspil rythmísks og dínamísks samtals hljóðfæranna notar Brek til að drífa tónlistina áfram. Sjá nánar á www.brek.is
Miðaverð kr. 2500
Klukkan
(Föstudagur) 20:30 - 22:30